Kostnaðaráætlun er gott tæki til að gera sér grein fyrir umfangi og fýsileika verkefnis.
Kostnaðaráætlanir geta verið allt frá staðlaðri áætlun, sem er gerð á frumstigi hönnunar og
nákvæmari áætlanir, gerðar á seinni stigum hönnunar.
Faglausn tekur að sér að vinna kostnaðaráætlanir á sviði landmótunar og mannvirkjagerðar,
á öllum stigum hönnunar.
Framkvæmda og viðhaldsáætlanir gefa heildarmynd af umfangi fyrirhugaðra framkvæmda.
Hversu mikið kostar og hversu langan tíma tekur verkið/verkin.
Í slíkri áætlun felst að safna upplýsingum um hvað þarf að hanna og fyrir hvern, hverju þarf
að skila inn til byggingaryfirvalda, hvaða verkþætti þarf að vinna, hvaða efni þarf að útvega
og uppröðun verkþátta.
Faglausn tekur að sér að vinna framkvæmda og viðhaldsáætlanir á sviði landmótunar og
mannvirkjagerðar, á öllum stigum hönnunar.
Verkáætlun gefur heildarmynd af hverjum verkþætti ákveðinnar framkvæmdar, hver á að
vinna þá, hverjir þurfa að koma að og hvað það tekur langan tíma.
Verkáætlun er mikilvægt tæki til að halda yfirsýn yfir framkvæmdatíma og kostnaðarramma.
Verkáætlun er unnin á ýmsum stigum hönnunar, áður en verk hefst og með henni er hægt
að fylgjast náið með framvindu verka á framkvæmdatíma.
Faglausn tekur að sér að vinna verkáætlanir á sviði landmótunar og mannvirkjagerðar, á
öllum stigum hönnunar.