FAGLAUSN

Aðrir uppdrættir og greinagerðir

Burðarvirkisuppdrættir

Burðarvirkisuppdrættir sýna hvernig mannvirki er fest saman og ber sig uppi.

Burðarvirkisuppdrættir skulu gefa heildaryfirlit í mælikvarða 1:50 og deili- og
hlutauppdrættir í mælikvarða 1:10 eða eftir því sem við á. Á burðarvirkisuppdráttum skal
gera nákvæma grein fyrir burðarvirkjum, öllum festingum og brunaskilum mannvirkis.

Lagnakerfauppdrættir

Lagnakerfauppdrættir sýna hvernig virkni er í mannvirki.

Á lagnakerfauppdráttum skal gera grein fyrir öllum lagnakerfum s.s. lögnum fyrir
neysluvatnskerfi, hitakerfi, kælikerfi, ketilkerfi, fráveitukerfi, loftræsikerfi, gufukerfi,
loftlagnakerfi, slökkvikerfi o.þ.h. Enn fremur af vökva-, olíu-, þrýsti-, gas- og raflögnum,
brunaviðvörunarkerfum og fjarskiptakerfum. Á þeim skal gera nákvæma grein fyrir
uppbyggingu, legu og frágangi lagna. Einnig skal á lagnakerfauppdráttum gerð grein fyrir
brunaþéttingum, bruna- og reyklokum og festingum.
Lagnakerfauppdrættir skulu vera í mælikvarða 1:50 og deili- og hlutateikningar í mælikvarða
eftir því sem við á.

Greinagerðir hönnuða

Hönnuðir skulu vinna greinargerðir vegna eftirfarandi hönnunarþátta hvers mannvirkis eftir
því sem við á og í samræmi við umfang og eðli verkefnisins.

Hafa samband