Author: Faglausn
Fyrstu skrefin, umsóknir og leyfi
Byggingarleyfisumsókn
Leyfi skipulagsyfirvalda þarf fyrir byggingu, breytingu og rifi mannvirkja, samkvæmt
skilgreiningu byggingarreglugerðar.
Kafli 2.3. Byggingarreglugerð 112/2012 m.áorðn.breytingum.
Faglausn tekur að sér hönnun og hönnunarstjórn og aðstoðar við að útbúa teikningar og
gögn til að leggja fram með umsóknum til skipulagsyfirvalda / byggingarfulltrúa, m.a.
aðaluppdrætti, skráningartöflur og greinargerðir.
Stöðuleyfi
Sækja þarf um stöðuleyfi til skipulagsyfirvalda fyrir tímabundna stöðu lausafjármuna, sjá
skilgreiningu byggingarreglugerðar, ef ætlunin er að láta þá standa lengur en tvo mánuði
utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna.
Kafli 2.6. Byggingarreglugerð 112/2012 m.áorðn.breytingum.
Faglausn tekur að sér að að aðstoða við skilgreiningar og að útbúa nauðsynleg gögn til að
leggja fram með umsókn til skipulagsyfirvalda / byggingarfulltrúa.
Umsagnir, eldvarnareftirlits, vinnueftirlits og heilbrigðiseftirlits.
Í ýmsum tilfellum þarf að leita umsagna utanaðkomandi aðila s.s. slökkviliðs,
heilbrigðiseftirlits, Vinnueftirlits ríkisins og Minjastofnunar Íslands.
Faglausn tekur að sér að útbúa gögn og vera í samskiptum við umsagnaraðila, m.a. með
framsetningu grunnmynd og afstöðumynda eftir þörfum og umfangi mála.
Þetta er til dæmis nauðsynlegt samhliða umsóknum um byggingar- og rekstrarleyfi.
Kostnaðarætlanir
Kostnaðaráætlun er gott tæki til að gera sér grein fyrir umfangi og fýsileika verkefnis.
Kostnaðaráætlanir geta verið allt frá staðlaðri áætlun, sem er gerð á frumstigi hönnunar og
nákvæmari áætlanir, gerðar á seinni stigum hönnunar.
Faglausn tekur að sér að vinna kostnaðaráætlanir á sviði landmótunar og mannvirkjagerðar,
á öllum stigum hönnunar.
Framkvæmda og viðhaldsáætlanir
Framkvæmda og viðhaldsáætlanir gefa heildarmynd af umfangi fyrirhugaðra framkvæmda.
Hversu mikið kostar og hversu langan tíma tekur verkið/verkin.
Í slíkri áætlun felst að safna upplýsingum um hvað þarf að hanna og fyrir hvern, hverju þarf
að skila inn til byggingaryfirvalda, hvaða verkþætti þarf að vinna, hvaða efni þarf að útvega
og uppröðun verkþátta.
Faglausn tekur að sér að vinna framkvæmda og viðhaldsáætlanir á sviði landmótunar og
mannvirkjagerðar, á öllum stigum hönnunar.
Verkáætlanir
Verkáætlun gefur heildarmynd af hverjum verkþætti ákveðinnar framkvæmdar, hver á að
vinna þá, hverjir þurfa að koma að og hvað það tekur langan tíma.
Verkáætlun er mikilvægt tæki til að halda yfirsýn yfir framkvæmdatíma og kostnaðarramma.
Verkáætlun er unnin á ýmsum stigum hönnunar, áður en verk hefst og með henni er hægt
að fylgjast náið með framvindu verka á framkvæmdatíma.
Faglausn tekur að sér að vinna verkáætlanir á sviði landmótunar og mannvirkjagerðar, á
öllum stigum hönnunar.
Fasteignaskoðanir
Faglausn framkvæmir fasteignaskoðanir á húsnæði, að innan sem utan, til að gefa mynd af
ástandi og nauðsynlegum framkvæmdum / viðhaldi. Skoðanir eru bæði ítarlegar sem og
einfaldar skoðanir.
Skoðanir eru framkvæmdar sjónrænt, og og eftir atvikum notast við rakamæli, hallamál og
hitamyndavél, eftir atvikum. Skoðun getur verið stöðluð einföld yfirferð til að gefa grófa
mynd, eða ítarleg skoðun og útlistun á mannvirki í heild eða hluta.
Skýrsla getur m.a. verið er þannig byggð upp að eign er skipt niður í byggingarhluta. Hverjum
hluta er lýst, þ.e. ástandi hans og hver viðhaldsþörfin er. Við þessa lýsingu fylgja gjarnan
myndir til að betra sé að átta sig á um hvað er fjallað. Síðast er svo tekinn saman kostnaður /
heildarkostnaðaráætlun þar sem hægt er að fá yfirsýn yfir kostnað. Kostnaðaráætlun er
byggð upp í sömu röð og skýrslan og eru liðir undir sömu númerum.
Tjónaskoðanir
Faglausn hefur tekið að sér tjónaskoðanir / möt fyrir tryggingafélög og einstaklinga.
Tjón geta m.a. verið, Gallar í nýsmíði (byggingastjóra trygging) brunatjón, vatnstjón,
hamfaratjón svo eitthvað sé nefnt.
Skoðunin inniheldur m.a. Stutt lýsing á hinu skemmda – Tildrög tjóns – Lýsing á skemmdum,
Verklýsing, hvað þarf að gera – Framkvæmd tjóns og annmarkar og kostnaðaráætlun.
Ástandsskoðanir og söluskoðanir
Faglausn bíður uppá staðlaða fasteignaskoðun við kaup eða sölu.
Fasteignaskoðun 2 er stöðluð skoðun þar sem matsmaður metur húsið sjónrænt og tekur
saman viðhaldsþörf miðað við stöðluð verð úr viðurkenndum verðbanka á byggingasviði.
Eigandi/umráðamaður fær yfirlit innan tveggja daga.