Standi til að fara í nýframkvæmdir er ekkert mikilvægara en yfirsýn yfir það sem gera þarf.
Leyfismál og skipulag, hvað rúmast innan skipulagsskilmála, þarf að útfæra hugmyndina á
annan hátt ? Í hvaða umsagnarferli þarf hugmyndin að fara í og hvaða kröfur gilda almennt ?
Viðhaldsframkvæmdir geta verið að ýmsum toga allt frá því að setja ný gólfefni eða hreinsa
allt út og breyta notkun mannvirkis. Val á efnum og útfærslum getur haft mikil áhrif á
kostnað. Markmiðið er að ná réttum gæðum í húsið. Mikilvægt er að klára hönnun og
útfærslur eins og hægt er áður en framkvæmdir hefjast, til að einfalda verkstjórn.
Auðvitað kemur ýmislegt í ljós á verkferlinum, eitthvað reynist ekki eins og lagt var upp með,
raki undir gólfi, léleg einangrun, eða tækifæri til að ná fram enn meiri nýjum gæðum en
stefnt var að. Sumar breytingar þurfa til skipulagsyfirvöld að fjalla um, og þá er gott að byrja
á einfaldri útsetningu hugmyndar til að fá þá umsögn áður en lengra er haldið.