FAGLAUSN

Umsjón

Byggingarstjórnun

Eigandi ver ábyrgð á því að bygging mannvirkis sé í samræmi við lög.
Hann framselur þá ábyrgð til byggingarstjóra, sem framkvæmir lögboðið eftirlit og sinnir
hagsmunum eiganda við framkvæmd. Óheimilt er að veita byggingarleyfi fyrir leyfisskildri
framkvæmd fyrr en eigandi hefur ráðið sér byggingarstjóra.
Kafli 2.7. Byggingarreglugerð 112/2012 m.áorðn.breytingum.

Faglausn hefur yfir að ráða aðilum með starfsleyfi byggingarstjóra og getur því tekið slíkt að
sér, og verið faglegur fulltrúi eiganda og starfað í umboði hans.

Verkeftirlit

Faglausn tekur að sér verkeftirlit. Það er er reglubundið eftirlit á verkstað ásamt reglulegum
verkfundum með verktökum og eiganda eða umboðsmanni hans. Slíkt er útfært í samráði
við eiganda í upphafi verks.

Verkumsjón / verkstjórnun

Faglausn tekur að sér alhliða verkumsjón og verkstjórnun, haft til hliðsjónar tímaáætlun og
verksamningar eftir því sem við á. Einnig efnisútvegun og tilboðsöflun vegna efnsikaupa
eftir því sem við á.

Hafa samband